Myrkum músíkdögum 2021 frestað

mynd-frestað.jpg

Samtímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar fer alla jafna fram í lok janúar ár hvert. Sökum samkomutakmarkanna og Covid19 faraldurs hefur teymi hátíðarinnar ákveðið að fresta Myrkum músíkdögum 2021 þar til í lok apríl. Dagskrá Myrkra músíkdaga 2021 og nákvæm dagsetning verða kynnt í byrjun árs á samfélagsmiðlum hátíðarinnar sem og á heimasíðu.

Myrkir músíkdagar er ein af elstu starfandi tónlistarhátíðum landsins og hefur frá stofnun árið 1980 gegnt mikilvægu hlutverki sem vettvangur framsækinnar samtímatónlistar á Íslandi. Árlega er boðið upp á fjölda ólíkra tónlistarviðburða sem endurspegla margbreytileika tónlistar í okkar samtíma.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með miðlum hátíðarinnar og hlökkum til að sjá ykkur í apríl á Myrkum músíkdögum 2021.

Previous
Previous

Norrænum músíkdögum í Færeyjum 2021 frestað fram í september

Next
Next

NMD Íslandi frestað - NMD Iceland postponed