Myrkir músíkdagar

Myrkir músíkdagar er tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands og var stofnuð árið 1980. Hátíðin miðar að því að kynna ný tónverk meðlima sinna í bland við helstu strauma erlendis frá. Af flytjendum og stofnunum sem hátíðin hefur átt í farsælu samstarfi við eru Sinfóníuhljómsveit ÍslandsCaputKammersveit ReykjavíkurTónverkamiðstöðÚTÓN og Harpa – ráðstefnu og tónlistarhús. Hátíðin nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar, Tónlistarsjóðs Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Íslandsstofu og STEFs.

Fréttir af Myrkum músíkdögum