Nýr framkvæmdastjóri

Stjórn Tónskáldafélagsins hefur ráðið Gunnhildi Einarsdóttur, hörpuleikara og meðlim kammerhópsins Adapter, sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Gunnhildur er með doktorsgráðu í tónlistarflutningi og tónlistarransóknum frá Síbelíusarakedemíunni í Helsinki og meistaragráðu í hörpuleik frá tónlistarháskólanum í Amsterdam. Gunnhildur hefur mikla reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði samtímatónlistar. Feril sinn hefur hún helgað flutningi samtímatónlistar og samvinnu við tónskáld. Hún hefur haldið fyrirlestra og skipulagt námskeið fyrir tónskáld sem og hljóðfæraleikara við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hefur Gunnhildur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og viðburðahaldi gegnum langan og farsælan feril Adapter. Hún hefur því framúrskarandi þekkingu á starfsvettvangi tónskálda og málefnum þeirra. Við bjóðum Gunnhildi velkomna til starfa.

20110530_132457_col.jpg
Previous
Previous

Áskorun-Tryggjum rekstur Hannesarholts

Next
Next

PODIUM 2021 á Myrkum músíkdögum